Góður Svefn  | Vellíðan í öskju
20%

Góður Svefn | Vellíðan í öskju

Vellíðan í öskju

Vörunúmer : 10170717

Góður svefn fyrir þína heilsu og hin fullkomna gjöf fyrir þá sem þér þykir vænt um. Gjafaaskjan inniheldur:

  • Aqua Oleum Body Oil Tranquility 100 ml.
  • Bedtime Yogi Tei 17 tepokar
  • Silkisvefngrímu úr 100% Mulberrysilki

4.999 kr 6.249 kr
Fjöldi

Aqua Oleum Body Oil Tranquility 100 ml.
Tranquilityolían er slakandi líkamsolía sem hentar einnig vel sem nuddolía. Hún inniheldur einstaka blöndu jurta sem geta stuðlað að betri svefni og haft góð áhrif á stress og kvíða.

Bedtime Yogi Te | 17 tepokar
Te sem inniheldur ljúffenga blöndu af lífrænt ræktuðum jurtum sem hjálpa þér að slaka á og sofa betur. Bedtime tea var sérstaklega þróað til að njóta á kvöldin. Teið inniheldur lavender til að umvefja þig hlýju og kamille og fennelrót til að róa líkamann. Þetta er hinn fullkomni tebolli til að klára daginn og hjálpa þér á leiðinni að friðsælum draumum. Það er best að brugga það með vatni við hitastig rétt undir suðumarki, láta það síðan standa í fimm til sex mínútur og helst aðeins lengur, fyrir aðeins sterkari bolla.

Silkisvefngríma | Taupe brún
Silkimjúk svefngríma sem fer betur með húðina og lætur þér einfaldlega líða vel með að bera hana. Það er ekki að ástæðulausu sem Mulberry silki er talin vera ein dýrasta og mesta lúxus klæðning sem fyrirfinnst.  Mulberry silki efnið er einstaklega mjúkt og þekkt fyrir að vera 100% náttúrulegt. Það inniheldur einnig náttúrulegt prótein sem kallast Sericin sem dregur úr líkum á ofnæmisviðbrögðum. Efnið sjálft er svo hvað þekktast fyrir að vera hollt og gott fyrir húð og hár.

  • OEKO TEX Standard 100 gæðavottun
  • Universal stærð með teygjanlegu bandi
  • Grímaneru unnar úr 100% hágæða Mulberrysilki 
  • Einangrað - lýsist ekki í gegnum
  • 19 momme
  • Gott fyrir húð og hár


ATH til að viðhalda gæðum í Mulberry silki má alls ekki setja í þurrkara, ekki þvo á heitara en 30 gráðum og notast við stillingu fyrir viðkvæman þvott eða sérsniðna stillingu fyrir silki

BETRI SVEFN
Uppskrift að rólegu kvöldi fyrir góðan nætursvefn:

  1. Hitaðu vatn og settu poka af Yogi Te í bolla. Teið inniheldur lífræna fenníku, kamómillu, piparmyntu, sítrónumelissu, kardimommu, sítrónugras, salvíu, lavender, humla og múskat sem róar líkamann.
  2. Berðu Aqua Oleum Tranquility olíuna beint á húðina. Olían mýkir og nærir, minnkar streitu og róar hugann. Best er að bera hana á þegar húðin er heit eftir bað eða sturtu. Olían styður við góðan og nærandi svefn.
  3. Loks skaltu leggjast upp í rúm og setja á þig silkisvefngrímuna og njóta áhrifa dekursins. Svefngríman er silkimjúk úr Mulberrysilki sem er 100% náttúrulegt og er einstaklega mjúkt. Svefngríman er með OEKO TEX standard 100 gæðavottun. Athuga ekki setja hana í þurrkara og ekki þvo á heitara en 30 gráðum. Heilbrigði snýst um vellíðan.

EINFÖLD RÁÐ
FYRIR BETRI SVEFN

  • Svefnrútína | Mikilvægast er að fara á fætur á sama tíma á hverjum morgni, líka um helgar. Forðastu að leggja þig á daginn.
  • Rólegheit að kveldi | auðvelda þér að sofna. Betra er að hafa daufa lýsingu í kringum sig á kvöldin. Gott er að gera öndunaræfingar í nokkrar mínútur fyrir svefn.
  • Forðastu örvandi efni | Nikótín og koín eftir kvöldmat þar sem örvandi efni skerða svefngæði. Athugaðu einnig að sum lyf geta haft áhrif á svefngæði.
  • Forðastu áfenga drykki | Áfengi truflar svefngæði þótt sumir telji að það hjálpi til við að sofna þá minnkar áfengi djúpsvefn og REM-svefn.
  • Hreyfing | Gættu að því að hreyfingin sé ekki of nálægt svefntímanum því hún getur raskað svefninn en almennt hjálpar hreyfing með dýpri svefn.
  • Takmarka skjánotkun | Birtan af tölvu- eða sjónvarpsskjá getur truflað undirbúning svefnsins. Því er best að nota ekki þessi tæki síðasta klukkutímann fyrir svefn.
  • Slakandi stundir | Nýttu kvöldið í róandi athafnir eins og heitt bað, reyndu að leggja streituvaldandi hluti til hliðar.
  • Rétt hitastig | Svalt hitastig hjálpar til með svefngæði, í kringum 18° og eins hjálpar að hafa svefnherbergið hreint og snyrtilegt.
  • Dagsbirta | Dagsbirta 15-20 mín eftir að þú vaknar og næg birta yfir daginn hjálpar til með svefngæði. Á kvöldin er einnig best að forðast mikla birtu og sérstaklega á sumrin.

Agua Oleum Tranquility
Lavandula Angustifolia, Citrus Bigaradia, Anthemis Nobilis, Prunus Dulcis, Simmondsia Chinensis, Cocos Nucifera, Tocopherol.

Yogi Bedtime tea
Lífræn fenníka, kamómilla, piparmynta, sítrónumelissa, kardimomma, sítrónugras, salvía, lavender, humlar, múskat. Allt lífrænt.

Silkigríma
100% Mulberrysilki, OEKO TEX Standard 100 gæðavottun