Ofurfæðan rauðrófur

11 Nov 2014

Rauðrófur eru vinsælasta grænmetið í bænum vegna eiginleika sinna um þessar mundir. Þessar dökku rætur eru pakkaðar af ávinningi fyrir heilsuna og fegurðina svo að þau eiga fullan rétt á heitinu ofurfæða.  Rauðrófur hafa verið viðfangsefni margra rannsókna sem styðja við hversu góð áhrif þær hafa á heilsuna. Solaray er nú komið með malaðar rauðrófur í hylkjum. Það auðveldar okkur að koma þessari súperfæðu í líkamann. Eitt hylki  þrisvar á dag og líkaminn er í góðum málum!

Sex frábærar ástæður til þess að bæta rauðrófum í matar-æðið eða taka eitt hylki af Beet Root frá Solaray þrisvar á dag:

1.  Meira nítrat, betra súrefnisflæði! Rauðrófur er frábær uppspretta andoxunarefna og náttúrulegs nítrats.
 
2.  Vinnur gegn krabbameinsmyndun! Með því að bæta rauðrófum í fæðuna þá fáum við meira magn sellulósa og rauðrófutrefja í meltinguna sem gerir það að verkum að líkur á myndun krabbameins í ristlinum minnkar.
 
3.  Kólesteról; minnkar það slæma og bætir það góða! Rannsóknir hafa sýnt að rauðrófur lækka LDL (slæma) kólesterólið - því má þakka andoxunarefninu betanin.
 
4.  Betri melting og hreinsun líkamans – rauðrófur hreinsa meltingarkerfið og hafa mjög hreinsandi áhrif á blóðið og ristilinn.
 
5.  Hægir á öldrun! Hátt fólíninnihaldi, örvar framleiðslu og viðgerð á frumum, hægir á öldrun, bætir húðheilsu og dregur úr hrörnun með A-vítamínum og karótíni. 

6.  Rauðrófur vernda einnig heilann með nítrötum sem auka blóðflæðið.