Kemur eitthvað í staðinn fyrir hveiti?

27 Jan 2015

HVERJU ER GOTT AÐ SKIPTA ÚT OG HVAÐ KEMUR ÞÁ Í STAÐINN?

HVÍTT HVEITI > Fínt lífrænt speltmjöl

HEILHVEITI > Lífrænt heilhveiti, lífrænt heilkorna spelt, mjöl úr íslensku bankabyggi. Einnig er hægt að nota ýmsar glútenlausar korntegundir. T.d. bókhveiti, hrísgrjónamjöl, maismjöl eða einhverjar tilbúnar bakstursblöndur úr glútenfríu mjöli.

ÓLIFRÆNT HAFRAMJÖL > Lífrænt haframjöl er svo miklu betra, bæði hvað varðar næringu og bragðgæði. Einnig er mjög gott að nota byggflögur úr íslensku bankabyggi, sem eru mjög ljúffengar og hollar. Svo er hægt að fá bókhveitiflögur, hirsiflögur og quinoaflögur. Allt er þetta gott í grauta og bakstur.

HVÍT HRÍSGRJÓN > Hýðishrísgrjón(brún hrísgrjón) eru miklu næringarríkari og trefjaríkari. Ég mæli oſtast með Basmati hrísgrjónum, þau eru sérstaklega góð. Heilt bankabygg getur líka komið í stað hrísgrjóna og bragðast einstaklega vel.

MORGUNKORN > Lífrænt lítið unnið morgunkorn er betra en það hefðbundna. Það er líka oftast  miklu sykurminna og þá ekki notaður hvítur sykur, heldur frekar hrásykur eða hunang. Kíkið í hillur Heilsuhússins og kíkið á úrvalið. Verðið kemur líka á óvart!

Og til frekari fróðleiks.....

KORN SEM INNIHELDUR GLÚTEN > Hveiti, spelt, hafrar, rúgur, bygg

KORN SEM ER GLÚTENLAUST > Bókhveiti, hrísgrjón, mais, hirsi, quinoa, amaranth

Höfundur: Inga Kristjánsdóttir, næringaþerapisti