Náttúruleg förðun með Benecos í sumar

30 May 2017

Það er komið sumar, tíminn sem náttúruleg fegurð fær að njóta sín best. Nældu þér í ljósan fallegan augnskugga, fallegt sólarpúður og gloss sem hentar þínum húðlit - og þú ert klár fyrir sumarið.

Við fengum Söndru Dögg Ómarsdóttir til að farða sig með náttúrulegu snyrtivörunum frá Benecos. 

Hún notar Ibiza Nights Bronzing Duo ásamt Frozen Yogurt og Rose Quartz Mono augnskugga. Einnig Multi Effect maskarann sem lengir og nærir augnhárin og er mjög þægilegur í notkun. Svo toppar hún með Flamingo glossi

Benecos eru lífrænar og fallegar snyrtivörur á frábæru verði. Vörurnar innihalda engin aukaefni, eru ekki prófaðar á dýrum og fara vel með þig og umhverfið.