Icelandic herbal salves línan

02 Mar 2019

Icelandic herbal salves línan er framleidd af Margréti Sigurðardóttur sem lærði grasalækningar í Danmörku.  Öll línan er með lífrænum olíum. íslenskum jurtum,erlendum jurtum og paraben frí.  Hægt er að fá margskonar smyrsl gegn húðvandamálum s.s. exem og psoriasis en einnig líkamskrem, dag og næturkrem auk fleiri tegunda.  Þess má geta að allar vörurnar eru í glerkrukkum.

Foot cream (Fótakrem) 
Bólgueyðandi krem úr íslenskum haugarfa. Hentar vel fyrir þreytta fætur og sprungna hæla. Inniheldur piparmyntuolíu, tea tree olíu og laxerolíu.  Gott að nudda smá stund fæturna og fara svo í góða sokka. Tea tree olían er sveppa- og bakteríudrepandi, piparmyntan kælir og dregur úr þreytu og laxerolían er bólgueyðandi. Einnig er í þessu kremi shea butter sem er græðandi m.a. fyrir þurra húð og sprungna hæla.  

Licorice salve (Lakkrís salvi)
Græðandi og bólgueyðandi krem sem hentar á allt exem. Dregur einnig vægt úr kláða. Gott að nota 2x á dag eða eftir þörfum. Hefur reynst vel í stað sterakrema og þynnir ekki húðina. Einnig hefur smyrslið komið í veg fyrir hármissi á augnhárum. Barnaexem hefur horfið við notkun kremsins og lengi mætti telja. ATH. Ekki er mælt með exemkreminu fyrir 2ja ára og yngri.   


Calendula salve (Morgunfrúarsalvi)
Þessi salvi er alhliða smyrsl sem hentar mjög vel sem útivistarkrem á veturna fyrir börn og fullorðna. Gott að bera á kinnar, varir, sprungnar hendur, rispur og þurrar hendur. Ver gegn veðrum og vindum og er græðandi og sveppadrepandi. Gott sem andlitskrem fyrir mjög þurra húð. Hentar einnig gegn roða og viðkvæmni því það myndar smá filmu á yfirborð húðar sem ver húðina. Sannkallað þarfasmyrsl sem ætti að vera til á hverju heimili.

Diaper rash cream (Bossakrem)
Sérstaklega hannað fyrir sveppasýkingar t.d. eftir sýklalyfjakúr fyrir börn á dagmömmu aldri. Þetta smyrsl er líka fyrir fullorðna. Græðandi og bakteríudrepandi krem á bossa og öll sveppaútbrot. Hentar fyrir börn 1 árs og eldri.

Ginger salve (Engifer salvi)
Góður á vöðvabólgu, axlir, háls, bak og bólgur. Mjög gott nuddkrem sem margir velja að taka með til sjúkraþjálfarans, nuddarans eða bara bera á sig heima.  Inniheldur m.a. engifer, turmerik, svartan pipar. Smyrslið er bólgueyðandi, eykur blóðflæði og dregur úr verkjum. Inniheldur náttúrulega salisylsýru sem er notuð í sumum verkjalyfjum. Varist að bera nálægt augum. Ófrískar konur ættu ekki að nota verkja- og bólgueyðandi kremið. Ekki ætlað fyrir börn 10 ára og yngri.

Eucalyptus Salve (Eucalyptus salvi) 
Smyrsl sem er sérstaklega hannað fyrir börn og eldra fólk. Berið smyrslið á bringusvæði þegar kvef gerir vart við sig. Gott að bera á 2x á dag. Má nota á ungbörn 6 mánaða og eldri  í minna magni. Bakteríudrepandi og losar um slím úr lungum og berkjum. Hefur einnig gagnast vel gegn astma.  Inniheldur menthol, eucalyptus og fragoníu sem eru öflug efni gegn bakteríum, öndunafærasjúkdómum, kinn- og ennisholubólgum og sveppum. 

Silica salve (Kísíl salvi)
Þetta smyrsl er sérhannað fyrir Psoriasis útbrot. Inniheldur íslenskar jurtir og  kísil. Getur hjálpað til að draga úr útbrotum. Berist á vandamálasvæði  2x á dag. Gott að nota reglulega í nokkrar vikur. 

Zink and Echinacea salve (Sink og sólhattssalvi)
Gott á sár og bólur. Sýkladrepandi og græðandi smyrsl. Inniheldur m.a. íslensk fjallagrös, vallhumal, haugarfa og sólhatt. Ef græða á stór eða þrálát sár er gott að setja yfir kremið sáragrisju sem fæst í apótekum.  Notað á bólur kemur það í veg fyrir sýkingar og þurrkar vægt upp og græðir. Hefur gagnast vel fyrir unglinga á grunnskólaaldri sem eru að byrja að fá bólur. Sárakremið má einnig nota á legusár og öll almenn sár sem þarf að græða. Berist á eftir þörfum. 
 

Day cream (Rakakrem)
Ilmefnalaust rakakrem sem hentar 30 ára og eldri.  Nærir og verndar húðina yfir daginn. Hentar vel undir farða. Inniheldur lífrænar olíur og Aloe vera.

Lavender night cream (Lavender nætur krem)
Hvað er betra en róandi lavender ilmur fyrir háttinn. Inniheldur íslenskan vallhumal og lífrænar olíur sem henta vel gegn húðþurrki og húðvandamálum. Næturkremið getur einnig dregið úr roða, ertingu og bólgum. Hentar vel fyrir konur 30 ára og eldri.

Lavender body cream (Líkamskrem með lavender)
Létt og gott líkamskrem sem róar hugann og gefur slökun og vellíðan. Inniheldur lífræna olivuolíu og lífræna kókosolíu. Ilmolíurnar í þessu kremi eru t.d. lavender sem róar, bergamot sem veitir andlega hugarró.  Tilvalið eftir baðið á kvöldin eða fyrir svefn. Dásamlega falleg og kærleiksrík gjöf.


Rosmary and ginger body cream (Líkamskrem með rosmarin og engifer)
Létt og gott líkamskrem sem eykur blóðflæði um líkamann og virkar vekjandi og hressandi. Tilvalið eftir morgunsturtuna, sundið eða bara fyrir daginn.  Gott fyrir þá sem sitja mikið í vinnunni eða standa allan daginn. Inniheldur lífræna kókosolíu og ólífuuolíu sem gefa léttan raka og olíu til húðarinnar. Líkamskremið er ekki feitt og gengur vel inn í húðina. Smitast ekki í föt. Inniheldur m.a. rosmarin og engifer ilmkjarnaolíu.


Fyrir frekari upplýsingar um smyrslalínuna er hægt að spyrja starfsmann verslana og fá ráðleggingar um val á smyrsli. Þeir sem eru með frjókornaofnæmi eða jurtaofnæmi ættu ekki að nota vörurnar.