Nordic Care er lítið fjölskyldu- og handverksfyrirtæki í norður Svíþjóð, nánar tiltekið í Norsjö. Naturlig Deo vörurnar eru lífrænir, kremkenndir svitalyktareyðar sem framleiddur er úr örfáum sérvöldum náttúrulegum efnum þar sem tekið er fullt tillit til manna, dýra og náttúrunnar. Þeir eru án áls, alkóhóls, kemískra efna og annara íblöndunarefna.