Náttúrulegt svitakrem með ferskum sitrusilmi af greipaldin. Hentar báðum kynjum og fólki á öllum aldri. Ein vinsælasta tegundin. Kemur í veg fyrir svita og drekkur í sig raka á náttúrulegan hátt. Án: Ál, alkóhols, kemísk efnum og önnur íblöndunarefni. Lífrænt, vegan og hentar báðum kynjum
Notkun: Taktu smá krem úr krukkunni með fingrunum og berðu þunnt lag á þurra húðina í sitthvorn handakrikann. Leyfðu kreminu að þorna áður en þú klæðir þig, gæti tekið u.þ.b eina mínútu. Ekki setja aðra umferð.
Leiðbeiningar: Notið ekki ef húðin er viðkvæm eða skrámuð Hættu notkun strax ef þú færð útbrot eða kláða. Geymist við stofuhita en athugið að kremið verður þynnra í stofuhita.
Gott að vita.Sumum finnst eins og þeir svitni og/eða lykti meira fyrst á eftir að notkun hefðbundins svitalyktaeyðis með áli er hætt. Ef þetta er eitthvað sem þú kannast við, berðu þá svitakremið oftar á þig eða eftir þörf. Ekki er ráðlagt að bera kremið á sig strax eftir rakstur eða á meðan húðin er enn viðkvæm. Hæfilegt og vel gerlegt er að raka að kvöldi og bera kremið svo á sig næsta morgun því kremið eyðir þeirri lykt sem þá er komin.
Innihald og eiginleikar.
- Lífræn kaldpressuð kókosolía (rakagefandi og bakteríudrepandi)
- Lífræn kornsterkja (gleypir raka)
- Matarsódi (upprætir svitalykt)
- Lífræn jójóbaolía ( mjúk og rakagefandi)
- Lífrænt Carnauba vax (verndar og þykkir)