Angan þarabaðsalt 300 gr.

Angan

Vörunúmer : 10142057

Dásamlegt íslenskt þarabaðsalt. Saltið er streitulosandi, djúphreinsandi, eykur blóðflæði og örvar endurnýjun húðarinnar svo fátt eitt sé nefnt.


3.393 kr
Fjöldi

ANGAN er íslenskt, sjálfbært og handgert húðvörumerki. Markmiðið er að vinna með náttúrunni og skapa einfaldar og áhrifaríkar húðvörur sem gefa húðinni raka, mýkt og dásamlegan ilm. 

Þarabaðsaltið er ein af fyrstu vörum Angan og inniheldur íslenskt sjávarsalt sem fellur út í sjálfbærri saltframleiðslu hjá Saltverk á Reykjanesi. Saltið er gífurlega mjúkt og steinefnaríkt sem hentar einstaklega vel í húðvörur. Saltið er streitulosandi, djúphreinsandi, eykur blóðflæði og örvar endurnýjun húðarinnar svo fátt eitt sé nefnt. Í þarabaðsaltinu er notast við handtýnt bóluþang sem er þurrkað með jarðvarma og er stútfullt af andoxunarefnum, steinefnum og slímefnum sem mýkja húðina. Einnig dregur það úr bólgum, örvar framleiðslu kollagens og er slakandi

Magn: 300 gr.