Olían inniheldur kókos-, möndlu-, avókadó- og jojoba olíu og E-vítamín og er ilmefnalaus. Olían er sérlega nærandi fyrir húðina og róar og minnkar streitu. Berðu olíuna á herðar og axlir og gefðu þér sjálfsnudd.
Berið á hreina húð, best þegar húðin er smá heit eins og eftir bað eða sturtu. Einnig gott að blanda hana í nuddkrem og nudda olíunni á líkamann. Hentar öllum húðtýpum.
- Ekki innbyrða,
- Forðast snertingu við augu,
- Leita ráða ljósmæðra/lækna ef um þungun er að ræða,
- Hentar ekki ungabörnum,
- Geymist þar sem börn ná ekki til, Geymist á köldum, þurrum stað.