Magnesíum er lífsnauðsynlegt steinefni sem kemur víða við sögu í líkamanum. Það skiptir sköpum fyrir bæði vöðva og taugaslökun. Beinin þurfa nægilegt magn til að myndast og starfa rétt. Magnesíum er einnig nauðsynlegt fyrir hjarta og æðakerfi, alla orkuvinnslu í líkamanum og blóðsykursjafnvægi. Það er samverkandi þáttur í yfir 300 efnahvörfum í líkamanum svo það liggur ljóst fyrir að líkaminn getur ekki án magnesíums verið og því mikilvægt að fá nóg á hverjum degi. Frsta skrefið að skoða mataræðið og borða sem mest af magnesíumríkri fæðu. Þar má nefna grænt grænmeti, hnetur, fræ, baunir, ávexti og kakó. Stundum er þó einfaldlega ekki nóg að treysta á mataræðið eitt og sér. Þá geta bætiefni komið til sögunnar, tímabundið eða að staðaldri