Næturolía með Blue tansy og rós. Hentar vel fyrir blandaða og viðkvæma húð.
Þessi heilandi olía er rík af andoxunarefnum, róandi fyrir húðina og blá eins og nóttin, enda inniheldur hún Blue Tansy olíu. Olían inniheldur nærandi blöndu jurta sem sefa og fríska upp á þyrsta húð. Þessa næturolíu má nota í stað næturkrems, undir næturkrem eða blanda henni við næturkrem til að fá djúpan raka og koma góðu jafnvægi á húðina.
Næturolían er náttúruleg, hrein og lífræn og umbúðirnar eru vistvænar.
Í Acure vörurnar fer bara það besta.
Acure nota engin skaðleg efni í snyrtivörurnar sínar og meirihluti innihaldsefna eru vottuð lífræn. Allar vörur frá Acure eru vegan og án parabenefna, jarðolíu, formaldehýðs og súlfats. Þær eru án míkróplastefna, vaselíns og formalíns og eru framleiddar án þess að notast sé við hliðarafurðir úr dýrum og eru „Cruelty Free“ sem þýðir að þær eru framleiddar án grimmdar gagnvart dýrum og að þau stunda ekki tilraunir á dýrum.
Pumpið 1-2 olíu í lófann, hitið hana í höndunum og berið létt á andlit, háls og niður að hálsmáli.
CAPRYLIC/CAPRIC TRIGLYCERIDE, PRUNUS AMYGDALUS DULCIS (SWEET ALMOND) OIL, SIMMONDSIA CHINENSIS (JOJOBA) SEED OIL, RICINUS COMMUNIS (CASTOR) SEED OIL, ARGANIA SPINOSA (ARGAN) OIL, BRASSICA OLERACEA (KALE) LEAF EXTRACT, ROSMARINUS OFFICINALIS (ROSEMARY) LEAF EXTRACT, TOCOPHEROL (VITAMIN E), ROSA DAMASCENA (ROSE) FLOWER OIL, VITIS VINIFERA (GRAPE) SEED OIL, ALEURITES MOLUCCANUS (KUKUI NUT) SEED OIL TANACETUM ANNUUM (BLUE TANSY) FLOWER OIL, ACHILLEA MILLEFOLIUM (YARROW) OIL, CHAMOMILLA RECUTITA (MATRICARIA) FLOWER OIL, JASMINUM GRANDIFLORUM (JASMINE) EXTRACT.