Besta uppspretta omega-3 fitusýra í jurtaríkinu eru hörfræ og akurdorða. Auk olíu þessara tveggja plantna inniheldur Evonia fræolíu úr grikkjasmára. Þannig fæst rétt hlutfall omega-3 og omega-6 fitusýra.
B1-vítamín (þíamín) er mikilvægt stoðensím t.d. við efnaskipti kolvetna. Ríbóflavín (B2-vítamín) er eitt lykilefna í tveimur flavín stoðensímum sem eru mikilvæg fyrir bæði súrefnisnýtingu líkamans og orku en líka fyrir samruna prótína og fitusýra. Níasín (B3-vítamín) eykur blóðflæði í höfuðleðri. . B6-vítamín kemur í veg fyrir hárlos og á þátt í framleiðslu melamíns sem ræður háralit. B6-vítamín og para-amínó-bensósýra (PABA) vinna í sameiningu gegn því að hárið gráni. B12-vítamín kemur í veg fyrir hárlos og viðheldur hárvexti og taugaskipulagi.
Bíótín (B7-vítamín) á t.d. þátt í framleiðslu efna sem hindra hárið í að grána. D-vítamín er mikilvæg næring fyrir fitukirtla sem færir hársrótunum næringu. Veiking fitukirtlanna þýðir að það dregur úr hárvexti, hárið verður stökkara og losnar að lokum. E-vítamín eykur blóðrás í höfuðleðri sem stuðlar að hárvexti og tryggir að hárið fær næga næringu. Sink er mikilvægt fyrir eðlilega myndun hársekkja og hindrar auk þess hárlos.
Ábyrgðaraðili: Heilsa ehf.