Lífræni dropinn kaldpressuð jómfrúarolía 500 ml.

Búkona

Vörunúmer : 10163561

Búkonuolían er unnin úr fyrsta flokks ólífum frá Extremadura-héraðinu á Spáni sem frægt er fyrir landbúnað. Olían er framleidd hjá fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1942 og hefur hún hlotið fjölda verðlauna. Allar olíurnar frá Búkonu eru kaldpressaðar jómfrúarolíur (e. extra virgin) og er það hæsti gæðaflokkur. Ólífuolíurnar má nota í alla matargerð og einnig til steikingar, en þá á að hita hana hægt.


2.399 kr
Fjöldi

Lífræni dropinn er kaldpressuð úrvalsjómfrúarolía, unnin úr 100% lífrænu hráefni. Olían er gerð úr ólífum sem fást af elstu ólífutrjánum (Olivos centenarios), en þau eru oft yfir 100 ára gömul.

Helstu þrúgurnar sem notaðar eru í lífrænu olíuna eru Verdial de Badajoz, Carrasqueña og Morisca. Frískleg olía með hnetueftirkeim.