Rauðsmári, morgunfrú, hafþyrnir og kamillujurt hafa í gegnum ár og aldir verið þekktar jurtir fyrir heilsusamleg áhrif við margskonar húðkvillum og húðvandamálum, s.s. græðandi á sár, bruna, ör og róandi áhrif á sviða og kláða. Að ógleymdri tea tree olíunni sem hefur mikið verið rannsökuð og kölluð er náttúrulegi sveppabaninn, þekkt og viðurkennd sem slík. Þessa jurtablöndu inniheldur Græðismyrslið okkar, sem hefur nú í yfir 25 ár verið notað sem eftirsóttur græðandi áburður á menn og skepnur.
Sjá Græðismyrsl 100 ml.