Íslenskir blómadropar Vitund I gjafakassi (9x10ml.)

Íslenskir blómadropar

Vörunúmer : 10079215

Íslenskir blómadropar Kristbjargar hafa að geyma innsta eðli ferskrar og óspilltrar náttúru landsins. Þeir eru framleiddir úr tæru, íslensku vatni hlöðnu tíðni villtra, íslenskra jurta. Jurtirnar eru einungis tíndar fjarri mannabyggð og allri umferð, þar sem þær eru ósnortnar, hreinar og í sínum fulla krafti. Vitund I eru 9 blómadropa-blöndur: Sjálfsöryggi, Slökun, Lífsorka, Vilji & tilgangur, Gleði & hlátur, Alheimskærleikur, Helg tjáning, Innsæi og Skilningur


13.998 kr
Fjöldi

Sjálfsöryggi
Eflir jarðtengingu; veitir aukið sjálfsöryggi, sjálfstraust, kjark, tilfinningu fyrir velgengni og samkennd með náttúrunni. Sjálfsöryggi hjálpar okkur að birta í efninu þann raunveruleika sem okkur dreymir um. Gott að taka inn þegar þér finnst þú hafa misst fótanna, ert óörugg/ur með þig, veist ekki hvað þú vilt, þegar þú átt erfitt með að taka ákvarðanir og þegar álit annarra skiptir þig of miklu máli. Er einnig góð við þunglyndi. Kemur á jafnvægi í rótarstöðinni. 

Slökun
Þessi blanda hjálpar okkur að sleppa takinu á fortíðinni og því sem hamlar vexti og þroska okkar. Gömul hugsana- og hegðunarmynstur leysast upp. Blandan gefur djúpa slökun og hjálpar okkur að njóta andartaksins.  Gott að taka inn þegar þú átt erfitt með að slaka á, njóta og gefa eftir í hendurnar á Guði. Kemur á jafnvægi í harastöðinni.


Lífsorka
Gefur kraft og lífsorku; eflir sköpunarorkuna og löngunina til að lifa, vaxa og gera það sem þarf hverju sinni; örvar skapandi hugsun og tilfinningar; kemur jafnvægi á kynorkuna og hefur í för með sér aukna sátt og vellíðan. Gott að taka inn þegar þú ert þreytt/ur og orkulaus, þegar framkvæmdaorkan er ónóg,  þegar ófullnægja ræður ríkjum eða þú hefur týnt þér í dagdraumum, lifir í fortíðinni, ert í eftirsjá eða finnst þú vera píslarvætti og fórnarlamb umhverfisins. Kemur á jafnvægi í magastöðinni.

Vilji og tilgangur
Þessi blanda eflir vilja okkar og hjálpar okkur að lifa í samræmi við hann. Gefur okkur kraft til að standa með okkur sjálfum til fulls. Hún hjálpar okkur að greina á milli þess hvenær það á við að standa fast á skoðun okkar og hvenær á að gefa eftir. Blandan veitir okkur stuðning í leitinni að tilgangi lífsins og til að lifa tilganginn til fulls.  Gott að taka inn þegar þú skorast undan að bera ábyrgð á þér eða lífinu þínu, þarft að fá viðurkenningu frá öðrum eða hefur þörf fyrir að stjórna öðrum. Viljablandan er góð við fullkomnunaráráttu og ofurstolti. Kemur á jafnvægi í sólarplexus.

Gleði & hlátur
Gleðiblandan veitir gleði og hlátri inn í hjarta okkar; gefur frið og sætti; eflir sjálfsást; og auðveldar okkur að þiggja gjafir annarra og lífsins sjálfs.  Gott að taka inn þegar þú upplifir sorg, sektarkennd, höfnun og tilfinningalegan sársauka. Er blandan góð við áföllum, hjartasárum og þegar þér finnst þú ekki vera “nóg/ur”. Kemur á jafnvægi í hjartastöðinni.

Alheimskærleikur
Veitir aukið traust; opnar hjartað fyrir gegnumstreymi kærleikans; hjálpar okkur að fyrirgefa okkur sjálfum og öðrum, að finna að allir hlutir hafa sinn tilgang þótt við sjáum hann ekki alltaf; blandan kemur á jafnvægi milli hins innra og ytra og gerir okkur betur kleift að upplifa kærleika til alls sem er. Gott að taka inn við djúpstæðum sársauka sem tengist einstaklingum og  hópum, t.d. niðurlægingu, vonleysi og svartnætti tilfinninganna.  
Kemur á jafnvægi í hjartastöð II.

Helg tjáning
Hjálpar okkur að tjá óhindrað hið sanna sjálf; veitir styrk til að vera heiðarleg/ur og einlæg/ur í framkomu bæði við sjálfan sig og aðra; hjálpar okkur að mynda rými til að tjá óhindrað og á nýjan hátt hver við erum, í samræmi við vilja og tilgang sálarinnar. Gott að taka inn þegar við eigum erfitt með að segja sannleikann. Blandan er góð við þunglyndi, einmannaleika, feimni og einangrunartilfinningu. Hjálpar okkur að segja sannleikann og vera sönn. Góð hjálp í listsköpun. Kemur á jafnvægi í hálsstöðinni.

Innsæi
Veitir traust og öryggi; tengir okkur við innri manninn, sálina og eflir innblástur frá henni; innsæi eykst og sömuleiðis traust á innri visku; hjálpar okkur að sjá að baki hlutunum og innri tilgang lífsins. Gott að taka inn við svefnleysi, ótta, kvíða og skelfingu. Blandan er góð fyrir þá sem sjá hlutina annaðhvort svarta eða hvíta eða rata ekki út úr blekkingarheimi hugans. Eflir einbeitingu. Kemur á jafnvægi í ennisstöðinni.

Skilningur
Þessi blanda veitir hugarró og orku inn í taugakerfið; dýpkar vitundina, skilningur eflist og sömuleiðis frelsi frá þeim hugmyndum, hugformum og kenningum sem hindra okkur í þroska og vexti. Hugurinn verður opinn og frjáls. Gott að taka inn við taugaveiklun,  einbeitingarskorti, síhugsunum og ofurviðkvæmni fyrir umhverfinu. Skýrir hugann. Kemur á jafnvægi í hvirfilstöðinni. Slökunar- og Skilningsblöndurnar teknar saman hafa reynst vel fyrir þá sem greinst hafa ofvirkir.

Lífsbjörgin
Lífsbjörgina er gott að hafa alltaf með sér, hvert sem farið er. Hún er frábær áfallahjálp. Hún slær “öryggjunum” inn aftur ef við lendum í skyndiáfalli eins og t.d. slysi og taugaáfalli. Ef við komum að einhverjum í dái er gott að setja þrjá dropa á varirnar á viðkomandi. Blandan léttir einnig á erfiðum yfirborðstilfinningum og gefur styrk þegar mikið liggur við. Góð þegar mikið álag veldur stressi og streitu. Hún losar sjokk ástand, andlega og líkamlega. Gott að nota hana beint á líkamann ef til slysa kemur og nudda þá dropunum á slasaða svæðið. Hún kemur flæðinu af stað þar sem orkan hefur stíflast og vekur innri heilarann í okkur til dáða.

Þú hristir flöskuna, sem þú hefur valið, og lætur 3 dropa falla undir tunguna  4-8 sinnum á dag eða þar til þér líður betur. Þú getur notað 2-3 blómadropaflöskur í einu. (Gættu þess að láta dropa-teljarann ekki komast í snertingu við munninn.) Þessi aðferð hefur áhrif á yfirborðstilfinningar dagsins. Einnig er gott að setja blómadropa út í vatnsglas, te, vatnsbrúsa eða baðvatn, svo eitthvað sé nefnt.

Ekki er nein hætta á að droparnir veki upp áfengisfíkn hjá óvirkum alkahólistum en þó er gott fyrir þá, sem hafa nýlega komið úr áfengismeðferð, að hafa vaðið fyrir neðan sig og taka þá inn  með vatni. Blómadroparnir veita góða hjálp öllum þeim sem eru í einhverskonar meðferð, sama hvaða nafni hún nefnist.

Djúpvinna
Til að vinna á djúpstæðum tilfinningum færð þú þér 30ml flösku með dropateljara, telur 21 dropa í hana úr blómadropa-flöskunni, sem þú hefur valið þér, og fyllir upp með vatni.  Hristu vel. Því næst tekur þú inn 7 dropa í örlitlu af vatni þrisvar á dag uns 30ml flaskan er kláruð.

Markviss djúpvinna
Einnig er hægt að vinna markvisst með Vitundar I kerfið. Þá er byrjað á Sjálfsöryggis-flöskunni (virkar á neðstu orkustöðina), blandað úr henni í 30ml flösku og blandan tekin inn á sama hátt og greint er frá í djúpvinnunni. Því næst er hver flaskan á fætur annarri notuð þar til þú hefur klárað allar. Þannig hreinsar þú burt gamla staðnaða orkur frá þér og myndar jafnvægi í heildarverund þinni. Orkuflæðið verður jafnt og þétt í öllum orkustöðvum og orkukerfum og ný orka með nýjum tækifærum kemst að þér. 

Aðrir hafa einnig keypt

2 fyrir 1

Íslenskir blómadropar 10 ml. #Innri friður

Vrn: 10083538
1.698 kr

Vinsælar vörur

Nýjar vörur