Íslenskir blómadropar Kristbjargar hafa að geyma innsta eðli ferskrar og óspilltrar náttúru landsins. Þeir eru framleiddir úr tæru, íslensku vatni hlöðnu tíðni villtra, íslenskra jurta. Jurtirnar eru einungis tíndar fjarri mannabyggð og allri umferð, þar sem þær eru ósnortnar, hreinar og í sínum fulla krafti.
Blómadroparnir hafa áhrif á tilfinningar, huga og sál. Gömul áföll, stress og streita sitja oft eftir sem hindranir í líkama, tilfinningum og huga, draga úr orkuflæði okkar og veikja þannig líkamann. Blómadroparnir hjálpa til við að losa slíkar hindranir sem birtast oft í formi spennu, kvíða, áhyggna og uppsafnaðrar þreytu. Þeir færa okkur orku til að umbreyta erfiðum tilfinningum og hugsanamynstrum í léttleika, frelsi, gleði og kærleika. Heilarinn innra með okkur vaknar upp og tekur til starfa. Einnig opnast fyrir flæðið frá sálinni, við verðum betur meðvituð um hver við raunverulega erum og eigum auðveldara með að lifa í takt við æðri vilja okkar og tilgang í lífinu.