Sætkartöflu-og hnetusmjörssúpa

10 Jul 2017

Gómsæt, einföld og fljótleg sætkartöflu-og hnetusmjörssúpa. Þetta er eitthvað sem þú verður að prófa!

Innihaldsefni:

1 niðurskorinn laukur
4 hvítlauksrif, söxuð
700 gr. sætar kartöflur (niðursneiddar)
500 gr. Passata
125 gr. Whole Earth 3 Nut Butter
900 ml. vatn
1 matskeið ólífuolía
2 matskeiðar rifið ferskt engifer
2 matskeiðar Cumin
Cayennepipar á hnífsoddi
Steinselja sem punt
Salt og pipar
Sýrður rjómi sem meðlæti
 

Aðferð:

  1. Hitið olíu á pönnu á meðalhita.
  2. Bætið niðursneiddum lauk við og saltið og piprið og eldið í 10 mínútur. Hrærið reglulega í.
  3. Bætið við engiferi, hvítlauk, cumin og cayenne pipar og eldið í tvær mínútur
  4. Bætið sætu kartöflunum við blönduna.
  5. Bættu passata, hnetusmjörinu og vatninu við og hitið að suðu.
  6. Þegar suðan hefur komið upp, lækkið hitann, setjið lokið á pönnuna og látið malla í 20 mínútur eða þangað til sætu kartöflurnar eru orðnar mjúkar.
  7. Fjarlægið hluta af sætu kartöflunum (200-300 gr.) og setjið restina af blöndunni af pönnunni í blender og blandið saman þar til mjúk.
  8. Framreiðið og bætið við sætu kartöflunum, matskeið af sýrðum rjóma og dreifið steinselju yfir.