Kollagen sörur 60 stk.

23 Dec 2019

Sörur eru eitt vinsælasta heimagerða konfektið hér á landi. Okkur fannst því tilvalið að gera góðar sörur enn betri og bæta kollageninu frá Feel Iceland út í.

Botnar:

 • 4 stk eggjahvítur (stór egg)
 • 250 gr flórsykur
 • 250 gr möndlur, hakkaðar
 • 3 msk Feel Iceland kollagen

Krem:

 • 4 stk eggjarauður (stór egg)
 • 125 gr sykur
 • 100 ml vatn
 • 250 gr smjör ósaltað, 
 • 2 msk kakó
 • 2-3 msk Feel Iceland kollagen

Súkkulaðiskel:

 • 300 gr suðusúkkulaði

Ofangreind uppskrift gerir um 60 stórar sörur, ca 100 stk minni sörur

Aðferð:

 1. Ofninn hitaður í 180 gráður með blæstri.
 2. Eggjahvíturnar stífþeyttar.
 3. Flórsykri, kollagendufti og möndlum hrært saman fyrst, svo blandað varlega út í stífþeyttar eggjahvíturnar.
 4. Sett á plötu með teskeið eða sprautupoka og bakað í 10-12 mínútur en síðan eru kökurnar látnar kólna aðeins, áður en kremið er sett á. Best að geyma þær í kæli/frysti.
 5. Sykur og vatn soðið saman upp að 116 gráðu hita (lögurinn farinn að þykkna ögn en ekki breyta lit). Á meðan eru eggjarauðurnar þeyttar mjög vel.
 6. Heitum sykurleginum hellt út í smátt og smátt og þeytt á meðan. Best er að hella milli skálarbarms og þeytara, því ef hellt er beint á þeytarana geta komið slettur. Þeytt áfram smástund og síðan er smjörinu hrært gætilega saman við og að lokum er kakói og kollagendufti bætt út í.
 7. Kremið sett á kökurnar (botninn) með matskeið eða sprautupoka (muna jafna svo verði fallegar) og kælt vel.
 8. Súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði og kökunum dýft ofan í. Sörur þarf að geyma í kæli, helst í frysti og þá endast þær í 6-12 mánuði, eftir því hversu loftþéttar umbúðirnar eru.