Gallexier hjálpar til við að auka flæði meltingarsafa frá briskirtli og lifur og heldur þörmunum heilbrigðum. Jurtirnar hjálpa lifrinni að hreinsa sig og brjóta niður feitan og þungan mat. Einnig hafa vísindalegar rannsóknir staðfest að beiskar jurtir létta þeim lífið sem þjást af þindarsliti. Uppistaðan í Gallexier eru beisku jurtirnar þistilhjarta (Artichoke), sem kemur í veg fyrir harðlífi og hin fræga systurjurt hennar, Mjólkurþistill sem verndar lifrina og blæs nýju lífi í lifrarfrumurnar. Gallexier inniheldur einnig 10 aðrar beiskar jurtir.
Beiskar jurtir hafa eftirfarandi áhrif á líffærin og líkamann:
- Þær örva munnvatnsmyndun
- Slímhimnur verða heilbrigðari og ýta við meltingunni
- Þær ýta við magahreyfingum og örva gallblöðruna
- Þær örva sympatíska taugakerfið
- Lifrin framleiðir meira gall og starfar mun betur
Beiskar jurtir og lifrin
Beiskt bragð hefur afgerandi áhrif á meltinguna, sérstaklega þó lifrina og stendur í raun vörð um efnaskiptajafnvægi líkamans. Starfsemi lifrarinnar felst í því að framleiða vökva svo meltingin verði eins og hún á að vera en líka svo að líkaminn losi sig við hættuleg eiturefni.
Jafnvel þótt margir leggi sig fram um að borða hollan og aukaefnalausan mat er alltaf einhversstaðar að finna einhverjar leifar gervi- eða eiturefna í umhverfinu og í matnum sem við borðum. Mjög mikilvægt er að fólk nái að hreinsa líkamann af þessum óvelkomnu efnum eins hratt og mögulegt er. Lifrin hefur hér gífurlega miklu hlutverki að gegna. Hún þarf á örvun að halda í formi beiskra jurta til þess að gegna hlutverki sínu með sóma.
Ábyrgðaraðili: Heilsa ehf.
Fullorðnir: 20 ml fyrir eða eftir mat.
Börn: 10 ml fyrir eða eftir mat.