Kryddaðar hunangsmöndlur

17 Oct 2014

Kryddaðar stökkar hunangsmöndlur fara afskaplega vel í kroppinn á aðventunni. Þær eru í senn hollar og sérlega bragðgóðar. Þær geta í raun komið í stað smákaka, eða annars snakks, ef einhver vill breyta til betri vegar. 

Uppskrift: 

  • 40g smjör 
  • 275g möndlur (má einnig vera blandaðar ósaltaðar hnetur af ýmsu tagi) 
  • 2msk Rowse easy squeeze hunang 
  • 1-2 tsk. milt chili duft 
  • ½ tsk salt (t.d. Maldon) 
  • nýmalaður svartur pipar (t.d. Maldon)

 
AÐFERÐ: 

Forhitið ofninn í 150°C. Setjið smjör á pönnu og hitið á miðlungs hita þar til það bráðnar. Blandið hunanginu saman við sem og chili, salti og nýmöluðum pipar. 

Bætið möndlunum saman við og hrærið þar til þær eru orðnar vel húðaðar. 
Færið yfir á stóra, grunna bökunarplötu og ristið í 20-25 mínútur eða þar til þær eru orðnar gullnar, hrærið tvisvar til þrisvar. Passið að hafa möndlurnar ekki of lengi í ofninum, þær eru viðkvæmar fyrir bruna ef þær eru of lengi. 

Látið möndlurnar kólna örlítið eða borðið þær heitar. Einnig er gott að kæla þær alveg og þær má geyma í viku í loftþéttum umbúðum.