Girnilegt og gott Paleo brauð sem allir verða að smakka sérstaklega Cross fit og Boot camp iðkendur. Tilvalið er að nota jólakökuform.
Uppskrift:
3 egg
100gr Sólgætis hörfæ
100gr Sólgætis heilar möndlur ( hakka helminginn í matvinnsluvél )
50gr Sólgætis sólblómafræ
50 gr Sólgætis kasjúhnetur (gróft hakkaðar í matvinnsluvél)
50 gr Sólgætis valhnetur
50 gr Sólgætis heslihnetur
50 gr Sólgætis þurrkaðar aprikósur (smátt skorið í ræmur)
2 tsk Maldon salt
0.5 dl bráðið smjör/ eða Biona ólifuolía.
Aðferð:
Stillið ofninn á 175°C.
Hakka gróft helminginn af möndlunum og kasjúhnetunum, setjið í skál.
Blandið saman öllum hnetum, fræjum ásamt hökkuðum möndlum og kasjúhnetum saman í skál.
Bræðið smjörið og setjið útí.
Bætið eggjunum útí og hrærið vel saman.
Gott er að setja smjörpappir í formið, smyrjið samt með smá olíu, setjið deigið varlega ofan í, sléttið og jafnið toppinn, setjið í ofninn og bakið í 45 mínútur.