Matcha orkukúlur

02 Jun 2015

Matcha te er ótrúlega áhrifaríkt. Það hefur mikla andoxandi eiginleika, hreinsandi & orkugefandi.  Hér eru Matcha orkukúlur sem þú verður að prófa - einfaldar eru þær !

 

 

Uppskrift: 

 

1/2 bolli lífrænar döðlur - fjarlægið steina

1/2 bolli möndlusmjör eða möndlur hakkaðar

2,5 msk. hrátt kakó

1 msk hunang eða hlynsýróp

1 tsk lífrænt vanilluduft

salt á hnífsoddi

1 msk. kakónibbur (má sleppa)

Matcha te-duft til að velta uppúr

 

Aðferð:

Takið öll innihaldsefni nema Matcha teduftið og blandið vel í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Þegar deigið er orðið silkimjúkt mótið 12 liltar kúlur og stráið Matcha te-duftinu yfir. 

Frystið að lágmarki í 30 mín. Geymast hamingjusamar í frysti. 

2 fyrir 1

Teapigs Organic Matcha

4.399 kr