Deigið
1 dl hafrar
1 dl möndlur frá Sólgæti
1 stk Sonnentor vanillustöng
2-3 stk sykraðir engiferbitar frá Sólgæti
1 msk hlynsýróp (má sleppa)
6-8 stk döðlur frá Sólgæti
1 msk kakónibbur frá Sólgæti
1 msk goji ber frá Sólgæti
Allt nema döðlurnar er sett í matvinnsluvél og blandað vel saman í nokkrar mín, bætið síðan við döðlunum þar til að blandan verður að þéttu deigi sem helst saman þegar það er pressað saman. Deigið er annað hvort mótað í litlar kúlur eða ýtt í gegnum mót. Setjið inn í frystinn á meðan kremið er búið til.
Kremið
2 msk kakósmjör eða kókosolía frá Biona
2 msk Biotta rauðrófusafi
1 msk hlynsýróp
Kakósmjörið er brætt, annað hvort í örbylgjuofni eða í potti, passið að það brenni ekki. Bætið við rauðrófusafanum og hlynsýrópinu og hrærið mjög vel, þar til að blandan kólnar aðeins og verður pínu þykk. Takið kökurnar úr frystinum og dýfið í kremið, eins mikið og þið viljið á hverja köku, setjið kökurnar með kreminu inn í frysti í 5 mín og njótið. Kökurnar geymast inn í ísskáp í u.þ.b. eina viku.