Sigrún gaf Heilsuhúsinu leyfi til að birta nokkrar gómsætar uppskriftir úr nýrri og glæsilegri matreiðslubók sinni, Café Sigrún.
Flestir sem hafa áhuga á hollu mataræði og heilsusamlegum lífsháttum kannast við CafeSigrun.com, þar sem Sigrún Þorsteinsdóttir hefur skrifað um heilsu og matargerð og birt uppskriftir undir kjörorðinu Hollustan hefst heima.
Kókosvatn er afbragðs gott til að vinna upp vökvatap eftir langt hlaup eða líkams-rækt og í raun betra en margir keyptir íþróttadrykkir sem oft innihalda litarefni, bragðefni og annan óþverra. Hvort sem maður er nýbúinn að hlaupa 42 kílómetra að morgni eða 4 metra að kvöldi er þessi safi einkar hressandi.
Glútenlaus, eggjalaus, hnetulaus, frælaus, mjólkurlaus og vegan.
Setjið allt í blandara og látið hann vinna í um 10 sek. Berið fram strax.
Til að auka enn frekar á upptöku járns af drykknum er gott að nota svolítinn appelsínusafa.
Uppskrift fyrir 2