Chiagrautur með bláberjamauki

07 Jan 2016

Sigrún gaf Heilsuhúsinu leyfi til að birta nokkrar gómsætar uppskriftir úr nýrri og glæsilegri matreiðslubók sinni, Café Sigrún.

Flestir sem hafa áhuga á hollu mataræði og heilsusamlegum lífsháttum kannast við CafeSigrun.com, þar sem Sigrún Þorsteinsdóttir hefur skrifað um heilsu og matargerð og birt uppskriftir undir kjörorðinu Hollustan hefst heima. 

Glútenlaus, mjólkurlaus, eggjalaus og vegan

Ef þið viljið sleppa hnetunum og fá sterkara bláberjabragð má mauka bláberin með sojamjólkinni eingöngu. Cashewhnetumauk má finna í heilsubúðum og heilsuhillum matvöruverslana.

  •     50 g    chiafræ
  •     1 dós    (440 ml) kókosmjólk
  •     75 g    cashewhnetumauk 
  •     25 g    frosin bláber
  •     1 msk    hreint hlynsíróp
  •     100 ml    sojamjólk eða önnur mjólk
  •     1/2 tsk    salt 
  •         (Himalaya- eða sjávarsalt)

Hellið chiafræjunum í skál og hellið kókosmjólkinni yfir. Látið liggja í bleyti í 3 klst eða yfir nótt.
Setjið cashewhnetumauk, frosin bláber, hlynsíróp, sojamjólk og salt í blandara og blandið þar til bláberin eru alveg maukuð. Blandið saman við chiagrautinn og borðið strax.


Best er að leggja chiafræin í bleyti í kókosmjólk í um 3 klst eða lengur og geyma í kæliskáp. Ef þið leggið þau í bleyti yfir nótt þarf að leyfa kókosmjólkinni að ná stofuhita áður en þið borðið grautinn.

Uppskrift fyrir 2

Smelltu og lestu Heilsufréttir