Heimabakað hollt brauð

04 May 2016

Sólveig Sigurðardóttir lífstílsgúrú notar vörur frá Sólgæti. Vörur í matvörulínu Sólgætis eru vandlega valdar og merktar með upprunalandi svo neytendur vita hvaðan varan kemur.

GOTT BRAUÐ FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA

  •     500 gr    heilhveiti
  •     30 gr      gróft kókosmjöl frá Sólgæti
  •     1,5 msk  vínsteinslyftiduft
  •     1 tsk       Maldon salt, vel mulið
  •     400 ml   AB-mjólk (t.d. frá Örnu)
  •     1 tsk       síróp
  •     40 gr      haframjöl (t.d. tröllahafrar frá Sólgæti, gott að vinna aðeins í blandara)
  •     20 gr      sólblómafræ frá Sólgæti

Aðferð
Blandið heilhveiti, vínsteinslyftidufti og salti saman í skál. Hrærið AB-mjólk og sírópi saman og hellið út í skálina. 
Hrærið varlega í deiginu í stutta stund. 

Bætið haframjölinu og fræjunum út í deigið og hrærið varlega nokkrum sinnum. Bætið svolitlu vatni við ef deigið er of þurrt. Setjið í stórt bökunarform og bakið við 180-190°C í 40-50 mínútur.

Hráefni fæst í Heilsuhúsinu.