Yddaður kúrbítur með avókadó- og hnetusmjörspestó

17 Jan 2017

Einstaklega braðgóður og einfaldur grænmetisréttur!

Innihald:

2 stórir kúrbítar(eða 3 litlir)
2 tsk kókosolía til steikingar
1 msk næringarger
2 tappar Biona hvítvínsedik
salt og pipar eftir smekk

Sósan
2 stk þroskuð avókadó
1 bolli    fersk basil lauf
2 msk lífrænt hnetusmjör
3 hvítlauksgeirar
1 tsk sítrónusafi
salt og pipar efir smekk
nokkur svört piparkorn
ólífuolía, smá skvetta

Aðferð:

Kúrbítur: Yddið kútbítinn og setjið á pappírsþurrku, þannig að pappírinn dragi í sig mesta vökvann  - tekur um 20-30 mínútur.
Hitið stóra pönnu. Bræðið kókosolíuna við miðlungshita og látið yddaðan kúrbítinn veltast um á pönnunni í 2-3 mínútur eða þar til lengjurnar eru orðnar mjúkar.  Saltið, piprið og stráið næringargerinu yfir í lokin.

Sósan: Setjið allt hráefnið í sósuna í blandara - nema ólífuolíuna. Púlsið hráefninu saman þangað til það er vel blandað. Bætið olíunni við í lokin.
Eldaður kúrbítur er settur í stóra skál og sósunni hrært saman við. Kryddið með salti og pipar og skvettið smá ólífuolíu yfir.