Ljúfeng sætkartöflu uppskrift sem allir verða að prófa!
Innihald:
2 stk sætar kartöflur - yddaðar
2 tsk kókosolía til steikingar
2 lúkur af spínati
1 msk Herbes de Provence frá Sonnentor
2 tsk kartöflukryddblanda frá Sonnentor
Salt og pipar eftir smekk (má sleppa)
Smá skvetta af góðri olífuolíu
Sósan
1 bolli kasjúhnetur
3/4 bollar vatn
2 hvítlauksrif
Örfáar chiliflögur
Salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
Grænmetið: Hitið kókosolíuna á stórri pönnu á háum hita. Setjið yddaðar sætar kartöflur á pönnuna og veltið þeim um í 5-7 mínútur eða þangað til þær eru létt steiktar.
Fjarlægið af hellunni og dreifið spínatinu saman við. Setjið grænmetið í stóra skál og hrærið sósunni saman við. Kryddið rausnarlega og skvettið smá ólífuolíu saman við.
Það má bæta smá vatni saman við ef sósan er of þykk.
Sósan: Látið kasjúhneturnar standa í vatni í tvo tíma eða lengur. Látið vatnið renna af þeim og þurrkið vel. Setjið hneturnar í blandara ásamt 3/4 bolla af vatni.
Bætið hvítlauknum og kryddinu saman við og látið blandarann vinna þar til sósan verður silkimjúk.