Helgarvöfflur

10 Mar 2017

Hér er uppskrift sem allir ættu að prófa. Heilsuvöfflur sem munu svo sannarlega slá í gegn :)

 

 

 

 

 

 

 

Uppskrift:

  • 1 stk banani
  • 1 stk egg
  • 1 dl möndlusmjör (best heimatilbúið)
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 msk sítrónusafi
  • 1 tsk vanilludropar (má líka nota vanilluduft, þá mælum við með lífrænu frá Sonnentor, passið samt að nota aðeins meira en eina teskeið)

Allt sett í blandara eða matvinnsluvél og maukað þar til áferðin er orðin slétt. Bakið í vöfflujárni.
Njótið :).
 
Höfundur: Kristín Steinarsdóttir matreiðslumaður