Grænkálspestó

15 Jun 2017

Dásamlega ljúffengt og ferskt grænkálspestó sem er gott á kex og/eða brauð en hentar einnig fullkomlega í pasta-eða fiskréttinn.

Hráefni

  • 1/3 bolli ristaðar Valhnetur
  • Tvö handfylli af grænkáli, skera stilkana frá.
  • 1 hvítlauksgeiri
  • 1/3 bolli Parmesanostur
  • Safi úr hálfri sítrónu
  • 1/2 bolli ólifuolía
  • Salt og pipar

Aðferð

  1. Valhnetur eru þurrristaðar á pönnu í sirka 1-2 mínútur.
  2. Valhnetur, grænkál, hvítlaukur, sítrónusafi og parmesanostur sett saman í matvinnsluvel og maukað vel. 
  3. Ólifuolíu blandað saman við (hafa lága stillingu á matvinnsluvél).
  4. Salt og piprað eftir smekk.

Frábært í fisk-eða pastaréttinn!