Rauðrunna- og bananakaka

11 Oct 2017
Tekur 40 mínútur
 
Innihald:
 • 50 gr brúnt hrísgrjónamjöl
 • 25 gr kókosmjöl
 • 6 gr lyftiduft
 • Smá sjávarsalt
 • 120 gr þroskaður banani
 • Innihald 3 poka YOGI Rooibos te
 • 4 msk síróp (döðlu, agave eða kókos)
 • 2 msk kókossykur
 • 2 ½ msk fljótandi kókosolía
Aðferð:
 1. Hitið ofninn að 180°C
 2. Stappið banana
 3. Blandið öllu vel saman í skál
 4. Setjið bökunarpappír í kökuform og deigið þar ofaní
 5. Bakið í 30 mínútur og kælið