Falafel sem bragð er af

12 Oct 2017

Flafelið er til dæmis hægt að setja inn í pítubrauð eða borða sem aðalrétt með góðu salati.

 
Innihald:
  • 1 sæt kartafla, afhýdd og skorin í stóra bita
  • 1 dós Biona kjúklingabaunir, vatninu hellt af
  • 200 gr kasjúhnetur lagðar í bleyti í a.m.k. 4 klst og vatninu svo hent
  • 1 stórt egg
  • 1 tsk cumin duft
  • 1 tsk kóríander duft
  • 2 msk saxað ferskt kóríander
  • Cayenne pipar í skeiðarnefi
  • 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt eða rifinn með rifjárni
  • ½ tsk salt
  • 85 gr þurrkuð Sólgæti trönuber, lögð í bleyti í 10 mín og vatninu svo hent
  • 4 msk lífræn kókosolía frá Biona
  • 150 gr grísk jógúrt til að bera fram með
  • Lífæn sæt chilli sósa til að bera fram með
Aðferð:
  1. Sjóðið eða bakið sætu kartöfluna þangað til hún er meyr og elduð í gegn, maukið hana svo með gaffli í skál
  2. Setjið kjúklingabaunir og kasjúhnetur í matvinnsluvél og vinnið þangað til hvort tveggja er fínsaxað
  3. Blandið nú saman í skál; sætri kartöflu, kjúklingabaunum & kasjúhnetum, eggi, kryddum, hvítlauk og kóríander og blandið öllu vel saman með höndunum
  4. Bætið trönuberjum saman við
  5. Mótið kúlur úr blöndunni, gott er að nota matskeið til að mæla magnið.
  6. Fletjið kúlurnar örlítið út með lófanum
  7. Hitið 2 msk kókosolíu á pönnu og steikið í 2 mínútur á hvorri hlið við miðlungs hita
  8. Má líka baka í ofni við 175°C. Penslið þá falafel bollurnar með kókosolíunni og snúið þeim eftir 15 mínútur til að fá gullna húð á báðar hliðar.
  9. Kælið aðeins og berið svo fram með jógúrti, fersku kóríander og chilli sósu.