Matcha-, vanillu & kasjú granóla

16 Oct 2017

Hollt og gott granóla með Matcha dufti.

 
Hráefni
  • 1 ½ bolli tröllahafrar
  • ½ bolli kasjúhnetur 
  • 1 msk kókosolía
  • 2 msk hunang 
  • ¾ tsk Bloom Matcha duft
  • Smá vanillu extrakt eða duft
  • 1/3 bolli kókosflögur 
Aðferð
  1. Hitið ofninn í 180°c og setjið bökunarpappír í ofnskúffu. 
  2. Bræðið saman kókosolíu og hunang. 
  3. Saxið kasjúhneturnar gróft og setjið í skál ásamt tröllahöfrunum. Hellið kókosolíu og hunangsblöndunni yfir og hrærið saman þar til vel blandað. 
  4. Bætið matcha og vanillu við og blandið vel. Hellið blöndunni í ofnskúffuna og bakið í ofninum í uþb 14 mínútur. 
  5. Fylgist þó vel með að blandan brenni ekki og veltið henni reglulega um í skúffunni, eða á uþb 5 mín fresti.. 
  6. Eftir uþb 10 mínútur er kókosflögum bætt við og blandan bökuð síðustu 4 mínúturnar eða þar til orðin gullinbrún. 
  7. Takið úr ofninum og látið kólna alveg áður en granólað er sett í loftþétta krukku til geymslu.