Heitt kakó með heslihnetumjólk

13 Nov 2018

Kakó hefur marga kosti og það hefur heitt súkkulaði líka! Þessi dásamlegi, kremaði heiti súkkulaðidrykkur á eftir að slá í gegn! Uppskrift fyrir tvo.

Innihaldsefni:

  • 400 ml. Rude Health heslihnetu-eða kókosdrykkur
  • 2 skeiðar hlynsíróp
  • 4 teskeiðar Aduna Super kakóduft
  • 2 teskeiðar möndlusmjör
  • 1 teskeið kanill

Aðferð:

Helltu drykknum á meðalheita pönnu eða pott. Bættu öðrum innihaldsefnum við drykkinn. Hrærðu rólega í blöndunni á meðalhita. Fjarlægðu rétt áður en blandan byrjar að sjóða.

Njótið!