Steiktir sætu kartöflubátar með aioli

24 Jun 2019

Girnilegt og fljótlegt meðlæti fyrir fjóra.

Uppskrift:

 • Bonsan Garlic Aioli
 • 6 stórar sætar kartöflur
 • 4 matskeiðar ólífuolía
 • Sjávarsalt og pipar að smekk
 • 1 teskeið reykt paprika
 • 1 teskeið hvítlaukskrydd
 • ½ teskeið þurrkaðar chiliflögur
Aðferð:
 1. Forhitið ofnin í 220 gráður.  Setjið bökunarpappír á ofnplötu.
 2. Skerið sætu kartöflurnar í báta.
 3. Setjið kartöflurnar í stóra skál og dreifið ólífuolíunni yfir þær og blandið vel saman. Kryddið þar á eftir kartöflurnar með salti, pipar, papriku, hvítlaukskryddi og chiliflögum. Bakið kartöflubátana í ofni í 30 mínútur eða þangað til þeir eru stökkir og gylltir.
 4. Berið kartöflubátana fram með Bonsan Garlic Aioli, sem ídýfu.