Orkumiklar hnetusmjörskúlur með fræjum

29 Aug 2022

Girnilegir og orkumiklar hnetusmjörskúlur með fræjum.

Fyrir: 2 - 4
Eldunartími: 45 mínútur

Innihaldsefni:

  • 1 bolli haframjöl
  • ⅔ bolli ristaðar kókosflögur
  • 8 msk Whole Earth Golden Roasted Crunchy Peanut Butter
  • ½ bolli hörfræ eða hveitikími
  • ½ bolli súkkulaði eða kakónabbur (má sleppa)
  • ⅓ bolli hunang eða hlynsíróp
  • 1 msk chiafræ (má sleppa)
  • 1 tsk vanilludropar


Framkvæmd

  1. Hrærið öllu hráefninu saman í meðalstórri skál þar til það hefur blandast vel saman.
  2. Hyljið skálina með filmu og látið kólna í ísskáp í hálftíma.
  3. Þegar það hefur verið kælt rúllaðu þá blöndunni í ca, 2,5 cm.  kúlur
  4. Geymið í loftþéttum umbúðum. Geymist í kæli í allt að 1 viku.

 

Þú þarft þessi áhöld:
1 meðalstór skál
1 loftþétt box

2 fyrir 1

Rapunzel hörfræ 500g.

899 kr