Solaray var stofnað árið 1973 og er í dag einn virtasti bætiefnaframleiðandi í Bandaríkjunum. Merkið stendur fyrir gæði og heiðarleika. Allar vörur fara í gegn um strangar gæðaprófanir og innihalda bara það sem stendur á miðanum.  Línan er mjög breið og skiptist niður í nokkra flokka sem má þekkja á lit loksins. Solaray vítamínin eru vottuð samkvæmt GMP gæðavottunarkerfinu.

Hvíta lokið - Inniheldur öll almenn bætiefni. Vítamín, steinefni og ýmsar bætiefnablöndur.

Bláa lokið - Fyrsta línan sem Solaray framleiddi. Jurtablöndur ásamt hómópatasöltum.

Fjólubláa lokið - Jurta extrakt. Virku efnin úr jurtinni einangruð að ákveðnum styrkleika úr plöntuhlutanum.

Græna lokið - Jurtabætiefni úr heilum jurtum. T.d. unnið úr rót, stöngli og blómum.

Svarta lokið - Ayurvedískar jurtir. Úr indversku lækningahefðinni.

Gula lokið - Lífrænt ræktaðar jurtir án aukaefna.