Það er frekar glatað að komast loksins í langþráð frí í fallegri sveit og vera svo bara étinn lifandi af flugukvikindum sem við köllum lúsmý. Það er þá eins gott að grípa til allra hugsanlegra ráða til að halda varginum í burtu og við kynnum aftur til sögunnar, Mý frí flugnafæluna sem sló í gegn síðastliðið sumar. Mý frí er úthugsuð blanda 5 ilmkjarnaolía, 100% hrein olía, sem er rosalega drjúg í notkun.
Vissir þú að collagen er eitt mikilvægasta uppbyggingarprótein líkamans sem byggir bæði upp bandvef og húð? Collagen er jafnframt algengasta próteinið í líkama okkar en það er að finna í öllum liðum, vöðvum og beinum.
Collagen er stór hluti af uppbyggingu húðarinnar, hársins og naglanna. Inntaka collagens byggir því ekki aðeins upp sterkari bein og liði heldur stuðlar það að unglegra útliti, ljómandi húð, hári og nöglum.
Collagen skin er ný vara fyrir glóandi húð frá ICEHERBS.
Það má segja að kollagen (collagen) hafi verið mest rædda efni snyrtivörubransans. Kannski engin furða miðað við hverju er lofað þegar vörur sem innihalda kollagen eru auglýstar. Í Heilsuhúsinu fást margar mismunandi tegundir kollagens til inntöku. En hvað er kollagen? Er þetta náttúrulegt efni eða framleitt á rannsóknarstofu? Er það bara fyrir húðina?
Hefur þú ekki tekið eftir því að jackfruit hefur verið að skjóta upp kollinum á matarbloggum, street food stöðum og veitingahúsum undanfarið? Jackfruit birtist fyrst á Pinterest á lista yfir heitustu matartrendin árið 2017 og hefur haldið áfram að búa til eftirspurn enda er hægt að nota jackfruit í fjölda matrétta þar sem áferð þess minnir mjög á áferð kjöts.
En hvað er það, hvers vegna það er vinsælt og hvernig á að nota það?
Sýklalyf eru tvíeggja sverð. Við megum vera afskaplega þakklát fyrir að þau eru til því að þau geta bjargað mannslífum. Á hinn bóginn eru þau afleit fyrir þarmaflóruna okkar því þau drepa ekki bara skaðlegar bakteríur heldur líka þær góðu sem eru okkur svo mikilvægar. Þess vegna er ákaflega mikilvægt að hlúa vel að þarmaflórunni á meðan inntaka sýklalyfja gengur yfir og eftir hana.
Icelandic herbal salves línan er framleidd af Margréti Sigurðardóttur sem lærði grasalækningar í Danmörku. Öll línan er með lífrænum olíum. íslenskum jurtum,erlendum jurtum og paraben frí. Hægt er að fá margskonar smyrsl gegn húðvandamálum s.s. exem og psoriasis en einnig líkamskrem, dag og næturkrem auk fleiri tegunda. Þess má geta að allar vörurnar eru í glerkrukkum.
Brauðið frá Kaju hentar fyrir Ketó fæði en er að auki glúteinlaust og gerlaust. Einstaklega bragðgott brauð. Túnvottað og íslensk framleiðsla! Brauðið kemur nýbakað í Heilsuhúsin á höfuðborgarsvæðinu á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Þess á milli er hægt að kaupa þau frosin á meðan birgðir endast. Verð: 1.154 kr.
Loksins er komin ostur sem er algerlega soja og mjólkurlaus og líka hrikalega góður á bragðið. Koko Dairy Free kom nýlega á markað og hefur farið fram úr öllum væntingum. Hægt er að nota rjómaostinn í mat, í rétti, á pizzuna eða bara hvað sem er. Cheddar ostinn er td. hægt að nota á brauð, í mat, í rétti ofl. Koko Dairy Free ostarnir eru lausir við aukaefni, s.s. bragð, litar-eða önnur aukaefni. Rjómaosturinn inniheldur 15% færri hitaeiningar en í hefðbundnum rjómaosti og Cheddar osturinn inniheldur 23% færri hitaeiningar en er í hefðbundnum Cheddar osti.
Denttabs tannkremstöflurnar eru góðar fyrir umhverfið þar sem þær innihalda ekkert vatn og þær skilja ekki eftir leyfar sem erfitt er að ná úr umbúðunum. Tannkremstúbur sem teljast kláraðar innihalda að meðaltali 11 grömm af afgöngum. Í Þýskalandi þýðir það t.d. að um 440 tonnum af tannkremi er hent á mánuði.
Túrmerik hefur fyrir löngu sannað sig sem mjög öflug lækningajurt. Túrmerik hefur verið notað í indverska matargerð í meira en 2500 ár og er til að mynda uppistaðan í karrýi. Það hefur einnig verið notað sem litarefni í Suðaustur Asíu í mörg hundruð ár og þá hefur jurtin að sjálfsögðu verið notuð sem lækningajurt í Asíu enn lengur.