Fróðleikur

Lavera eru náttúrulegar og lífrænt vottaðar snyrtivörur frá Þýskalandi sem fagna 30 ára afmæli á þessu ári og kynna um leið nýjan farða og fleiri spennandi hluti í litalínunni. Heilsufréttir fékk Ingu Kristínu förðunarfræðing til að kynna fyrir lesendum náttúrlega Lavera förðun sem er afar glæsileg.

ÞARMAFLÓRAN OG GLÚTEN

Hvað er glúten?
Glúten er samheiti fyrir prótín (eggjahvítuefni) sem finna má í hveiti, byggi og rúg.  Hafrar eru gjarnan glúten smitaðir í vinnsluferli. 

Alveg glænýtt í Heilsuhúsinu! Súrdeigsbrauð og kökur frá Litlu brauðstofunni. Ískornabrauð, Heilhveitibrauð, Orkubrauð, sykurlaust seytt brauð og ljúfeng eplakaka fást í næstu verslun Heilsuhússins!

Humble tannburstarnir eru umhverfisvænir tannburstar úr bambus. Fyrir hvern seldan bursta gefur framleiðandinn andvirði bursta til Humble Smile Foundation, sem hjálpa fátækum um allan heim með tannhirðu. 

 

Nú er það svart! Svartigaldur Lindu er það nýjasta á Safabar Heilsuhússins. Komdu við á Safabarnum sem staðsettur er í verslunum okkar í Kringlunni, Lágmúlanum og Laugaveginum.

Geithvannarsafinn Eyvindur er mjög athyglisvert og spennandi nýtt fæðubótarefni unnið úr ferskri geithvönn. Geithvönnin er týnd í óspilltri íslenskri náttúru og úr henni er pressaður safinn sem síðan er hraðfrystur. Safinn er 100% hreinn geithvannarsafi og án nokkurra viðbættra aukefna. Hvönnin vex best á votlendum engjum og bökkum meðfram ám samanber Laxá í Aðaldal, en þar tína Hvannalindir meðal annars hvönnina sem notuð er í framleiðsluna á safanum Eyvindi.

Nýjar og spennandi vörur í Heilsuhúsinu!

Ný og spennandi bætiefni líta dagsins ljós í Heilsuhúsinu í hverri viku, hér er sýnihorn af því helsta!

Opinn fyrirlestur og allir velkomnir!

Fimmtudaginn 12.janúar, kl.20:00 

Staðsetning: World Class, Laugar - fyrirlestrarsalur, 1.hæð.

Activated coconut charcoal, eða lyfjakol úr kókoshnetum, er mjög fíngert duft, unnið úr óerfðabreyttum kókosskeljum. Það er löng saga á bak við notkunina á lyfjakolum sem nær allt aftur til 400 f.K., þar sem þau voru notað af Föníkumönnum og Egyptum til að hreinsa vatn. Einnig voru lyfjakolin notuð í ýmsum læknisfræðilegum tilgangi á þessum tíma og í gegnum aldirnar

Að bursta líkamann hátt og lágt hjálpar líkamanum að losna við dauðar húðfrumur og gefur húðinni aukna mýkt og ljóma. Talið er að burstunin hjálpi til við upptöku næringarefna, auki blóðflæði og styðji sogæðakerfið við losun eiturefna úr líkamanum. Langar þig að prófa þurrburstun? Hér er það sem þú þarft að vita!

Eru ekki örugglega allir klárir með sparilúkkið fyrir hátíðirnar? Framundan eru skemmtilegustu og litríkustu hátíðir ársins og endalaust mikið um að vera. Flestar eru alveg til í að taka förðunina skrefi lengra um hátíðirnar og ekki skemmir fyrir að Benecos vörurnar eru náttúrulegar og á frábæru verði í Heilsuhúsinu. Margrét Friðriksdóttir, förðurnarfræðingur gefur okkur góð ráð og segir okkur frá sínum uppáhalds Benecos förðurnarvörum!

Uppskriftirnar eru allar vegan, glúten- og mjólkurlausar.

Ómótstæðileg Ella, konan á bakvið bókina.

Ella Mills er ein skærasta stjarnan í matreiðsluheiminum í Bretlandi. Þegar hún veiktist skyndilega af stöðubundinni hjartsláttartruflun (POTS) ákvað hún að breyta mataræðinu og fór að neyta jurtafæðu eingöngu.

Hvað er það sem gerir Ecover hreinlætislínuna sérstaka? Afhverju á ég frekar að nota Ecover? Smelltu og lestu kostina! Leggjum okkar að mörkum og verndum umhverfið.  

Því hefur lengi verið haldið fram að hrá kakó sé ein af ofurfæðum heims og búi yfir miklum heilsubætandi eiginleikum. Það hefur reyndar aldrei verið vísindalega sannað - fyrr en nú!

Aqua Oleum býður upp á 100% hreinar ilmkjarnaolíur sem byggja á sögu og þekkingu þriggja kynslóða. Hver olía er valin vegna einstakra eiginleika sinna, af Juliu Lawless sem er þekkt fyrir víðamikla þekkingu sína á ilmkjarnaolíum og er höfundur hinna sívinsælu bókar „The Encyclopedia of Essential Oils“.

Sagan af handstöðuævintýrinu

Gyða Þórdís Þórarinsdóttir, eða Gyða Dís jógakennari eins og hún er þekkt, hefur slegið í gegn með frábæra jógatíma og fyrir stuttu fór hún út í svokallað handstöðuævintýri.

Hver er þín uppáhalds jógastaða til að styrkja hendur og efri líkama?

Áhugi fyrir náttúrulegum húðvörum hefur sjaldan verið meiri. Með auknum áhuga á heilbrigðu líferni eykst áhuginn á vönduðum náttúrulegum vörum. Heilsuhúsið er þekkt fyrir að bjóða aðeins hágæða náttúrulegar vörur sem næra líkama og sál. Hér gefur að líta nokkrar vinsælar húðvörur fyrir andlitið sem allar eru fáanlegar í verslunum Heilsuhússins og í vefverslun.

Undanfarin ár hafa verið áhugaverð fyrir margar sakir í heimi læknisfræðinnar, kannski þó sérstaklega hvað varðar mataræði og leiðbeiningar hér um. Það má segja að á nánast hverjum degi komi fram nýjar upplýsingar um það hvað og hvernig við eigum að borða. Við erum vön því að heyra um ýmsa matarkúra, iðulega í því skyni að grenna sig og halda sér ungum eða ná árangri í íþróttum svo dæmi séu tekin.