Ómótsæðilegt Eplanachos

13 Nov 2014

Hún Berglind hjá gulurraudurgraennogsalt var svo frábær að leyfa okkur að deila með ykkur þessu girnilega epla nachos-i. Þessi réttur er frábær. Ótrúlega einfalt og fljótlegt að útbúa. virkilega bragðgóður og hollur. 

 

Uppskrift:

  • 3-4 rauð epli, kjarnahreinsuð og skorin í sneiðar
  • 1/2 sítróna eða límóna
  • 4 msk lífrænt hnetusmjör (fínt)
  • 1 lúka möndlur, niðurskornar
  • 1 lúka pekanhnetur
  • 1 lúka kókosflögur
  • 1 lúka súkkulaðidropar

Aðferð

1. Raðið eplasneiðunum á disk og kreistið sítrónusafa yfir. Sýran í sítrónunni kemur hér í veg fyrir að eplin verði brún.

2. Bræðið hnetusmjörið í potti og dreifið yfir eplin.

3. Stráið möndlum, pekanhnetum, kókosflögum og síðan súkkulaðidropum yfir allt og endið með því að dreifa fljótandi hnetusmjörinu yfir allt. Geymið í nokkrar mínútur og leyfið hnetusmjörinu að harðna örlítið.

Hér er ekkert heilagt og tilvalið að prufa sig áfram með t.d. ferskum berjum, hunangi, sýrópi, öðrum hnetum og þess háttar. Tilvalið að nýta það sem maður á nú þegar til. Athugið að það er erfitt að bræða gróft hnetusmjör, best að hafa það sem fínast.

Takk Berglind ! 
www.gulurraudurgraennogsalt.com