Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir er snillingur í eldhúsinu og hér deilir hún með okkur einni gómsætri uppskrift sem er svo sannarlega gott að hafa við hendina í desember. Hún bendir á að fólk leggi áherslu á að njóta jólanna af hófsemi og hafi hollustuna á bak við eyrað og þá verða jólin miklu fremur gleðileg.
140 g lífrænt hnetusmjör
2 dl kókósolía eða 200 g smjör
150 g pálmasykur eða erythriol sykur
200 g saxað 70% súkkulaði (eða rúsínur)
120 g gróft spelt/heilhveiti
250 g haframjöl
2 stór egg eða 3 lítil
1 tsk vanilluduft
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
Hitið ofn í 180°C. Bræðið olíu, hnetusmjör og sætu við lágan hita og taka svo af. Hrærið eggjum og vanillu út í með sleif. Bæta svo súkkulaði, haframjöli og öðrum þurrefnum í stóra skál og hræra. Búið til hæfilegar smákökur og setjið á bökunarplötu, bakið í 15-20 mín.
Verði ykkur að góðu og gleðileg og gómsæt jól !