Ljúffengar hafrakúlur

28 Nov 2015

Það gæti verið góð hugmynd um helgina að búa til þessar ljúffengu hafrakúlur.  Uppskriftin er einföld og ekki síður afar holl.  

  • 100 gr     smjör eða kókosolía (stofuhiti)
  • 3 1/2 dl     haframjöl
  • 1 dl     haframjöl til að rúlla í
  • 1 dl     kókospálmasykur eða 1/2 dl hrásykur
  • 1 tsk     vanilla
  • 2 msk     sterkt kaffi (kalt)

Aðferð
Setjið öll hráefnin saman í skál og blandið vel saman (nema 1 dl hafra). 
Mótið litlar kúlur og rúllið uppúr höfrunum, setjið á disk og kælið í ísskáp þ.e.a.s. ef þú ert ekki búin með þær áður en þær eru komnar inn!

Allt hráefni fæst í Heilsuhúsinu og í netverslun.