Olía á salöt og með brauði

05 Sep 2016

Heilsufréttir tóku hús á Auði Rafnsdóttur, þáttagerðarkonu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut og höfund metsölubókarinnar Kryddjurtarækt fyrir byrjendur. Auður ræktar sínar eigin kryddjurtir, þurrkar þær og notar m.a. í matseld. Við fengum hana til gefa lesendum smá innsýn í kryddjurtaheiminn sinn.

Heilsufréttir tóku hús á Auði Rafnsdóttur, þáttagerðarkonu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut og höfund metsölubókarinnar Kryddjurtarækt fyrir byrjendur. Auður ræktar sínar eigin kryddjurtir, þurrkar þær og notar m.a. í matseld. Við fengum hana til gefa lesendum smá innsýn í kryddjurtaheiminn sinn.

Er einfalt mál að rækta kryddjurtir?

„Það er mikið einfaldara og skemmtilegra að rækta sínar eigin kryddjurtir en fólk heldur. Skemmtilegast er að elda með kryddjurtum sem þú annað hvort klippir af lifandi jurt eða sækir í krukku af þurrkuðum kryddjurtum.“

Er hægt að rækta kryddjurtir yfir vetrartímann?

„Já, það er hægt að rækta nokkrar kryddjurtir inni allt árið en í mínu tilfelli byrja ég hvert vor á sáningu og endast flestar jurtirnar mínar vel fram undir jól, nokkrar lifa af veturinn (þær fjölæru), bæði úti og eða undir sérstakri ræktunarperu. Ef ekki sái ég fyrir þeim aftur næsta vor. Uppáhalds kryddjurtirnar mínar eru rósmarín, basilíka, minta, timian, salvía, kóríander, steinselja og tarragon.“

Áttu uppskrift að góðri kryddjurtaolíu fyrir lesendur?

„Flestar kryddjurtir geymast í marga mánuði í olíu- eða edikbaði í þéttlokaðri flösku. Þá eru tvær til þrjár greinar settar í flösku og olíu eða ediki hellt yfir. Gott er að velta flöskunni af og til svo bragðið blandist vel. Upplagt er að blanda uppáhaldsjurtunum sínum saman og búa til sína eigin blöndu. Mikilvægt er að jurtirnar standi ekki upp úr vökvanum. Þegar fer að minnka í flöskunni þarf annaðhvort að sía jurtirnar frá og færa yfir í aðra krukku eða bæta við vökva.“

Olía á salöt og með brauði

                  jómfrúarólífuolía

              6  basilíkulauf

              2  stilkar timian

              2  stilkar rósmarín

              2  stilkar óreganó

                  hvítlaukur

                  graslaukur

                  rautt chili

                  rósapipar

 

Olía til steikingar

                  hitaþolin olía

              4  stilkar salvía

              4  stilkar rósmarín

              4  stilkar timian

                  hvítlaukur

                  graslaukur

                  rautt chili

                  rósapipar

Setjið allt nema olíuna í flösku með þéttum tappa. Fyllið síðan flöskuna með olíu og hristið hana öðru hverju í nokkrar vikur. Þegar olían er tilbúin þarf að sía hana frá jurtunum og setja hana í flösku sem gott er að hella úr.