Svartbaunaborgari með möndlum

19 Jul 2016

Svartar baunir eru sérlaga seðjandi og ljúffengar. Þær eru mjög prótein- og trefjaríkar, en innihalda einnig mikið magnesíum, kalk og fleiri steinefni. Það sem kemur kannski á óvart er að í þeim er að finna töluvert magn lífsnauðsynlegra fitusýra, omega 3 og omega 6.

Svartbaunaborgari, 8 stk. 

Innihald:

  • 2 stk.      Dósir af svörtum baunum frá Biona, skolaðar og þerraðar,
  • 2 bollar  (320 gr.) Sólgætis möndlur, fínhakkaðar í matvinnsluvél,eða Sólgætis möndlumjöl
  • 6 stk.      Vorlaukar gróft skornir
  • 1 bolli    Grófhakkað kóríander (u.þ.b. 3/4 askja)
  • 1 stk.      Paprika, gróft skorin
  • 1 stk.      Rauður eldpipar, gróft skorinn
  • 1 stk.      Hvítlauksrif, fínt saxað
  • 1/2 stk.   Sítróna, rifinn börkur og safi
  • 1 stk.      Límóna, rifinn börkur og safi af 1/2 límónu
  • 1 sk        Mulið cumin frá Sonnentor
  • 2 tsk.      Sterkt papriku krydd frá Sonnentor
  • 1 msk.    Kóríander duft frá Sonnentor
  • 2 tsk.      Maldon salt 
  • 1 stk.      Egg
  • 1 msk.    Biona kókosolía / ólívuolía til að steikja upp úr

Aðferð:

  1. Skolið baunirnar í smástund og látið renna vel af þeim í sigti, þerrið aðeins með hreinu stykki eða bréfi 
  2. Hakkið möndlurnar í matvinnsluvél þar til þær verða að mjöli
  3. Setjið restina í matvinnsluvélina, nema eggið, og púlsið nokkur skipti þar til allt er vel blandað og baun-ir-nar gróflega hakkaðar í blöndunni. Takið hræruna uppúr, setjið í skál, bætið egginu útí og blandið vel með höndum 
  4. Búið til 8 kúlur og pressið í einskonar borgara, ca 1 cm þykka
  5. Hitið ofnin 170 gráður
  6. Hitið pönnu með kókos- eða ólífuolíu, hvað sem hentar best
  7. Gott er að steikja litla prufu til að smakka fyrst hvort bæta á við salti eða kryddi, steikið á miðlungshita í mínútu á hvorri hlið og setjið á plötu með smjörpappír.
  8. Bakið í ca 15-20 mín.

Gott er að bera borgarann fram með sætum kartöflum og hrásalati.  LJúfengt er að snæða borgarann í stð kjötborgara í hamborgarabrauði eða kaldan með salati.  Ekkert mál að frysta til að eiga tilbúna. 

Verði ykkur að góðu

Uppskriftin er fengi hjá Kristínu Steinarsdóttur, Matreiðslumanni og næringafræðingi.