Graskersrísóttó er alveg jafn mjúkt og dásamlegt og hefðbundið rísottó en hefur að geyma enn meiri hollustu. Hýðishrísgrjón bragðast alveg jafn vel og hvít en bæta við svo miklum trefjum, sem og góðum vítamínum og steinefnum.
Fegurð þessa réttar liggur þó í mjúka maukinu úr ofnbökuðum butternutgraskersbitum krydduðum með paprikudufti og cumin, smá tahini, eplaediki og næringargeri. Því er síðan hrært saman við hrísgrjónin, ofan á það lagðir nokkrir mjúkir graskersbitar og ferskum kóríander stráð yfir. Prófið að bæta við gufusoðnum aspas og spergilkáli ofan á rísottó-skálina til að fá smá aukaskammt af hollustu.
Uppskriftin er fengin úr bókinni Ómótstæðileg Ella, sem inniheldur fjölda heilsusamlegra uppskrifta.
Uppskrift fyrir fjóra
Aðferð:
Ómótstæðileg Ella, konan á bakvið bókina.
Ella Mills er ein skærasta stjarnan í matreiðsluheiminum í Bretlandi. Þegar hún veiktist skyndilega af stöðubundinni hjartsláttartruflun (POTS) ákvað hún að breyta mataræðinu og fór að neyta jurtafæðu eingöngu. Tveimur árum síðar var hún laus við öll einkenni sjúkdómsins. Í dag er Ella metsöluhöfundur og heilsugúrú, auk þess sem hún framleiðir vörur undir eigin nafni og rekur vinsæla veitingastaði í London. Ómótstæðileg Ella hefur komið út í 20 löndum og geymir dásamlega ljúffenga og einfalda rétti sem stuðla að góðri orku og glöðu geði.
Uppskriftirnar eru allar vegan, glúten- og mjólkurlausar.
Bókin fæst í Heilsuhúsinu og á heilsuhusid.is.