Graskersrísóttó

18 Nov 2016

Graskersrísóttó er alveg jafn mjúkt og dásamlegt og hefðbundið rísottó en hefur að geyma enn meiri hollustu. Hýðishrísgrjón bragðast alveg jafn vel og hvít en bæta við svo miklum trefjum, sem og góðum vítamínum og steinefnum.

 

Fegurð þessa réttar liggur þó í mjúka maukinu úr ofnbökuðum butternutgraskersbitum krydduðum með paprikudufti og cumin, smá tahini, eplaediki og næringargeri. Því er síðan hrært saman við hrísgrjónin, ofan á það lagðir nokkrir mjúkir graskersbitar og ferskum kóríander stráð yfir. Prófið að bæta við gufusoðnum aspas og spergilkáli ofan á rísottó-skálina til að fá smá aukaskammt af hollustu. 

Uppskriftin er fengin úr bókinni Ómótstæðileg Ella, sem inniheldur fjölda heilsusamlegra uppskrifta. 

Uppskrift fyrir fjóra 

  • 3/4 stór bolli hýðishrísgrjón (200 g) 
  • 1-2 msk eplaedik, og meira fyrir hrísgrjónin 
  • þurrkaðar jurtir
  • 2 stór butternutgrasker, skorin í munnbita 
  • ólífuolía 
  • 2 tsk paprikukrydd 
  • 1 tsk malað cumin 
  • 2 msk næringarger
  • 1 msk tahini 
  • safi úr 1 sítrónu 
  • handfylli af ferskum kóríander, smátt söxuðum
  • salt og pipar

Aðferð:

  • Setjið hrísgrjónin í pott ásamt þremur og hálfum bolla (einum lítra) af vatni, smá salti, eplaediki og klípu af þurrkuðum jurtum til að fá meira bragð. Látið grjónin sjóða í fimm mínútur og síðan krauma í um 45 mínútur með loki á þar til grjónin eru mjúk en ekki mauksoðin og allt vatn er soðið af. Þið verðið að hræra reglulega í grjónunum og gætuð þurft að bæta sjóðandi vatni á þau meðan á suðu stendur.
  • Hitið ofninn í 210°C (blástur 190°C).
  • Bakið graskersbitana á bökunarplötu ásamt ólífuolíu, paprikukryddi, cumin, salti og pipar í um 20-30 mínútur þar til þeir eru fullkomlega mjúkir. Með því að ofnbaka graskerið verður það enn bragðmeira og ljúffengara en ef það væri gufusoðið.
  • Blandið þremur fjórðu af graskerinu í matvinnsluvél ásamt ¼ bolla (75 ml) af vatni, næringargeri, eplaediki, tahini, salti og sítrónusafa þar til allt er silkimjúkt.
  • Þegar um fimm mínútur eru eftir af suðutíma grjónanna og lítið sem ekkert vatn á þeim hrærið þið mjúku 

 

Ómótstæðileg Ella, konan á bakvið bókina.

Ella Mills er ein skærasta stjarnan í matreiðsluheiminum í Bretlandi. Þegar hún veiktist skyndilega af stöðubundinni hjartsláttartruflun (POTS) ákvað hún að breyta mataræðinu og fór að neyta jurtafæðu eingöngu. Tveimur árum síðar var hún laus við öll einkenni sjúkdómsins. Í dag er Ella metsöluhöfundur og heilsugúrú, auk þess sem hún framleiðir vörur undir eigin nafni og rekur vinsæla veitingastaði í London. Ómótstæðileg Ella hefur komið út í 20 löndum og geymir dásamlega ljúffenga og einfalda rétti sem stuðla að góðri orku og glöðu geði.

Uppskriftirnar eru allar vegan, glúten- og mjólkurlausar.

Bókin fæst í Heilsuhúsinu og á heilsuhusid.is.

 

 

 

2 fyrir 1

Biona Eplaedik 500 ml.

698 kr