Girnilegt og hollt Sesamsalat

09 Jun 2017

Dásamlegt salat með öllum mat eða eitt og sér. Gott er að borða súrdeigsbrauð með salatinu.

Innihaldsefni:
Nokkur salatblöð, rifinn niður
¼ gúrka - skorin í bita
3 lítil Avacado eða tvö stór – skorið í bita
½ rauðlaukur - skorinn smátt
8–9 kirsuberjatómatar - skornir í litla bita
¼ ferskur fetaostur - skorin í bita
1 dl. þurrristaðar kasjúhnetur

Sesamdressing
1 dl. þurrristuð sesamfræ
1 ½ msk. hunang
1/2 hvítlaukur
1 msk. dijon-sinnnep
1 msk. safi úr ferskri lime
1 msk. balsamicedik
Salt og pipar
1/ ½ dl. lífræn ólívuolía

Aðferð: 

  • Grænmeti skorið og blandað saman í skál
  • Sesamdressing útbúin; allt innihald sett í matvinnsluvél og grófmaukað og olíu blandað saman við.
  • Helmingur af sesamdressingunni er blandað í salatið.
  • Helmingur af fetaosti blandað í salatið.
  • Að lokum skreytt með rest af fetaosti og 2-3 msk. af sesamfræjum og kasjúhnetum

Sniðugt að hafa restina af dressingunni og hnetur í skál fyrir þá sem vilja fá meira á salatið sitt.  Einnig er gott að bæta smávegis af fersku niðurskornu mangói í salatinu.