Grænn Detox Smoothie fyrir tvo

07 Jun 2017

Dásamlega grænn og hollur drykkur með spínati, banana og eplum frá Sonnentor sem tekur aðeins 5 mínútur að gera!

Uppskrift fyrir tvo.

  • 2 stór epli
  • 1 banani
  • 175 ml. möndlumjólk
  • Ein lúka af spínati
  • Ein lúka grænt salat að eigin vali
  • Ísmolar
  • 1 matskeið kasjúhnetur
  • 1/2 teskeið Dita Detox kryddblanda frá Sonnentor

Aðferð:
Afhýddu bananann, þvoðu og kjarnhreinsaðu eplið og skerðu í bita og settu í blandaðara ásamt ofangreindu hráfefni og blandið þar til áferðin er mjúk.

Drekkið og njótið!