Hnetusmjörsmús

05 Jul 2017

Einföld og girnileg hnetusmjörsmús sem inniheldur aðeins þrjú hráefni!

Fyrir 4-6

Uppskrift:
Ein dós kókosmjólk, kæld
3-4 matskeiðar Whole Earth hnetusmjör
2-3 matskeiðar síróp eða annað sætuefni

Aðferð:

  • Settu kókosmjólkina í skál, fjarlægðu allan vökva sem situr efst í dósinni og hrærðu kókosmjólkina. 
  • Bættu hnetusmjörinu við kókosmjólkina.
  • Bætti við sætuefni að smekk. Mundu að því meiri vökva sem bætt er í því lausari verður músin í sér.
  • Settu blönduna í ískáp í nokkrar klukkustundir og njóttu!