Þrjár uppskriftir að þeytingum

08 Sep 2017

Það eru ótal leiðir til að setja saman spennandi þeyting. Í bókinni Allskonar þeytingar fyrir alla er að finna uppskriftir að um 60.000 þeytingum! Í bókinni er blaðsíðum er skipt í þrennt: grunn, vökva og ábæti, og þú raðar svo saman að eigin ósk.

1. Þeytingur með múslí, banana, haframjöli og mjólk

  • 240 ml. mjólk (nýmjólk, léttmjólk, möndlu-, soja-, kasjú-, kókos- eða hrísmjólk
  • 1/2 bolli Ísmolar
  • 1 litill banani
  • 45 gr. haframjöl
  • 1 msk. hunang
  • 3 msk. múslí eða granóla

Aðferð: Hellið mjólkinni í blandarann ásamt ísmolunum ásamt banana, haframjöli og hunangi. Dreifðu að lokum granóla yfir þeytinginn og njóttu!


2. Þeytingur með marens, hindberjum, kakó og jógúrti

  • 240 ml. hrein jógúrt
  • 1/2 bolli ísmolar
  • 2 msk kakó
  • 130 gr. hindber (eða ber að eigin vali)
  • 2-3 litlar marenskökur

Aðferð: Setjið jógúrtina og ísmolana í blandarann ásamt kakói, hindberjum og lokið vel. Blandið rólega í fyrstu en aukið svo hraðann. Þeytið í 30 sekúndur eða þangað til blandan er orðin jöfn. Hellið í ílát að eigin vali. Myljið marenskökurnar og deifið yfir þeytinginn. Njótið!


3. Þeytingur með makadamínuhnetum, límónum, nektarínum, höfrum, rúsínum og appelsínusafa

  • 360 ml. appelsínusafi
  • 1 msk. birkifræ
  • 2 litlar nektarínur (skornar í 2,5 cm. bita)
  • 45 gr. haframjöl
  • 2 msk. rúsínur
  • 10-12 makadamíuhnetur (saxaðar gróft)
  • ​1 tsk. rifinn börkur af límónu

Aðferð: Hellið appelsínusafanum í blandarann ásamt fræjunum og öðrum hráefnum. Blandið rólega í fyrstu en aukið svo hraðann. Þeytið í 10-20 sekúndur eða þar til blandan er orðin jöfn. Hellið í ílát að eigin vali.