Hnetusmjörs Bahn Mi

14 Sep 2017

Bahn Mi er víetnamska orðið yfir snittubrauð (baguette) og uppskriftin frá Whole Earth er að virkilega góðri Bahn Mi samloku.

Innihald:
  • 1/2 stk súrdeigs-snittubrauð 
  • 2 msk Whole Earth hnetusmjör 
  • 1 stk gulrót
  • 1/2 stk epli 
  • 70 g radísur 
  • 1 1/2 tsk tamari- eða sojasósa 
  • 1 1/2 tsk lime safi 
  • 2 tsk hrísgrjónaedik 
  • 1 tsk ólífuolía
  • 1/4 stk agúrka 
  • 1 stk rautt chilí 
  • ferskur kóríander 
  • fersk minta 
 
Aðferð:
Skerið gulrót og radísur smátt eða í strimla, setjið í skál og hellið ediki og olíu yfir, látið pikkla í 30 mín. Setjið hnetusmjör í skál og bætið tamari/sojasósu við ásamt lime safa, hrærið saman. Smyrjið á annan helminginn af brauðinu, sem er skorið á langveginn. Setjið pikklað grænmetið ofaná ásamt skornu epli, langskorinni agúrku og smátt skornu chilí. Bætið síðan kóríander og myntu við eftir smekk. Setjið efri hluta brauðsins ofaná og þessi magnaða langloka er tilbúin. Gott er að skera langlokuna í tvennt.